Fara í efni

Starfsmaður félagsstarfs aldraðra á Húsavík - Hreyfing, sköpun, fræðsla og lífsgleði

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir öflugum og skapandi starfsmanni í félagsstarf aldraðra. Starfsmaðurinn vinnur í samstarfi við Félag eldri borgara á Húsavík með öflugt félagsstarf og mun starfið fara fram í húsnæði félagsins, Hlyn á Húsavík

Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags og tómstundastarf. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja fumkvæði og hæfileika hvers og eins.

Óskað er eftir metnaðarfullum starfsmanni með reynslu, sem vill leggja sitt að mörkum að gera starfið faglegt og gott með gæði og kærleika að leiðarljósi, starfið er opið, skemmtilegt og býður upp á að innleiða nýjungar.

Helstu verkefni umsjónarmanns

  • Félagsstarf
  • Vikulegir samráðsfundir með félagsþjónustu
  • Skipulagning starfsins í samráði við eldri borgara
  • Finna og halda utan um námskeið
  • Samskipti og samstarf
  • Umsjón með hádegisverði, þ.e utan um hald skráningar

Menntun og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, virðing og samvinna
  • Áhugi á að vinna með fólki
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Áhugi á frístunda og félagsstarfi
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi félagsins.
  • Kunnátta í handverki eða föndri er kostur
  • Góð íslensku kunnátta

Starfið er 50% vinna á heilsárs grundvelli og greitt er samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. ágúst 2025

Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2025

Umsóknum skal skilað til Fanneyjar Hreinsdóttur með tölvupósti á fanney@nordurthing.is sem veitir allar nánari upplýsingar um starfið.

Ferilskrá skal fylgja umsókn.