Störf við skólamötuneyti Húsavíkur
Tvö störf eru laus til umsóknar við Skólamötuneyti Húsavíkur. Skólamötuneyti Húsavíkur er metnaðarfullt skólamötuneyti sem sér um matseld fyrir um 600 nemendur og starfsfólk Borgarhólsskóla og Leikskólans Grænuvalla. Leitað er eftir metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og viðkomandi stéttarfélags. Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.
Aðstoðarmatráður í Skólamötuneyti – 100% starf
Skólamötuneyti Húsavíkur auglýsir starf aðstoðarmatráðs í fullt starf. Helstu verkefni aðstoðarmatráðs við Skólamötuneyti Húsavíkur er umsjón með framreiðslu og afgreiðslu morgunverðar í Borgarhólsskóla, aðstoð við gerð hádegisverðar og síðdegishressingar, frágangur eftir morgunverð og matreiðslu hráefnis, móttaka hráefnis og frágángur ásamt þrifum á sameiginlegum rýmum í eldhúsi. Aðstoðarmatráður er undirmaður deildarstjóra og yfirmatráðs skólamötuneytis.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Ekki er krafist sérstakrar menntunar. Æskilegt er að starfsmaður hafi reynslu af bakstri og störfum í mötuneytum og við matargerð. Hæfniskröfur eru eftirfarandi:
- Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar
- Reynsla og þekking á matreiðslu og bakstri æskileg
- Stundvísi og almenn verkkunnátta
- Frumkvæði, skipulagshæfileikar og geta til að vinna eftir leiðbeiningum og fyrirmælum
- Krafist er góðrar íslensku/ensku kunnáttu í töluðu og rituðu máli
Matartæknir/matreiðslumaður í Skólamötuneyti – 100% starf
Starfslýsing – matartæknir/matreiðslumaður í Skólamötuneyti – 100% starf
Skólamötuneyti Húsavíkur auglýsir starf matartæknis/matreiðslumanns í fullt starf. Starfsmaður hefur yfirumsjón með eldhúsi, sér um matseld (heitan mat) og bakstur, skipuleggur matseðla allt að mánuð fram í tímann, annast innkaup á matvörum, áhöldum og tækjum og hefur umsjón með þrifum. Ber ábyrgð á fjármunum með öðrum og er með viðvarandi ábyrgð á verkstjórnun annars starfsfólks.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Farið er fram á menntun eða mikla þekkingu og reynslu á matargerð í mötuneyti. Hæfniskröfur eru eftirfarandi:
- Stundvísi, frumkvæði og framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfileikar
- Krafa um mikla reynslu og þekkingu á matargerð og mötuneytisstörfum
- Þekking og reynsla í ofnæmisfæði æskileg
- Menntun á sviði matreiðslu/matartækni æskileg
- Reynsla af stjórnun kostur
- Krafist er framúrskarandi íslensku/ensku kunnáttu bæði í töluðu og rituðu máli
Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst 2025.
Umsóknum með ferilskrá skal skila með tölvupósti til yfirmatráðs Skólamötuneytis Húsavíkur á netfangið mikael@nordurthing.is
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Skólamötuneytisins að Skólagarði 1 á Húsavík í síma 865-2144 eða með fyrirspurnum á netfangið mikael@nordurthing.is