Fara í efni

Styrkur úr C.1 til Raufarhafnar og í Öxarfjörð

Sl. föstudag úthlutaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra úr flokki C.1 sem eru sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða til að efla byggðir landsins.

Verkefnið Ráðhúsið á Raufarhöfn, atvinnu- og samfélagssetur, fékk styrk að upphæð 8 millj.kr. til að skapa aðstöðu til fjölbreyttari atvinnustarfsemi á staðnum, laða að frumkvöðla og nema, efla menntastig þorpsins og styrkja stoðir þess sem fyrir er.

Þá fékk verkefni Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs um endurnýjun hluta stofnlagnar frá borholu við Skógalón styrk að upphæð 15 milljónir króna.

Í fyrra fékk verkefnið Lýsistankar fá nýtt líf á Raufarhöfn styrk úr sama sjóði upp á 15 millj.kr. og eru framkvæmdir í gangi við það verkefni. Byrjað er að nýta tankana undir menningarverkefni þannig að styrkirnir eru að nýtast vel svæðinu til heilla.