Húsavík: Sumarlestur - vertu með!
Fyrir hverja:
Sumarlestur er fyrir öll börn á grunnskólaaldri og ekki síst þau sem eru að læra að lesa. Sumarlestur hefur það að markmiði að hvetja til lesturs í sumarfríi skólanna og þannig viðhalda og auka við þá lestrarfærni sem börnin hafa öðlast yfir veturinn.
Allar rannsóknir sýna að börn sem lesa yfir sumarið standa betur að vígi að hausti en þau sem ekkert lesa og viljum við því hvetja foreldra til að aðstoða börn sín við að halda í þann lestrarhraða sem þau hafa unnið að í vetur.
Nám er ævilöng iðja sem fer ekki í sumarfrí 😊
Hvernig:
Skráning í sumarlestur á Bókasafni Húsavíkur hefst mánudaginn 2. Júní. Þá geta krakkar mæta með foreldrum eða forráðamönnum á bókasafnið og skráð sig. Krakkar sem hafa aldur til geta að sjálfsögðu komið án fylgdar fullorðinna. Það er hægt að skrá sig í allt sumar því það er aldrei of seint að byrja. Þegar börnin skrá sig til þátttöku fá þau afhent spjald/miða og fá stimpil við hverja komu á bókasafnið. Þegar komnir eru tveir stimplar fer spjaldið í lukkupott og þá má byrja að safna stimplum á nýtt spjald. Sumarlestrinum lýkur fimmtudaginn 28. ágúst með uppskeruhátíð sem auglýst verður nánar þegar nær dregur hausti.