Sundlaug Húsavíkur: Viðhald á snjóbræðslulögnum
01.09.2025
Tilkynningar
Viðhaldsvinna stendur nú yfir á snjóbræðslulögnum fyrir framan aðalinngang Sundlaugar Húsavíkur.
Á meðan viðhaldsvinnu stendur þarf að fjarlægja þarf hellur af gangstétt fyrir framan sundlaugina svo hægt sé að endurnýja snjóbræðslulagnir á svæðinu.
Gert er ráð fyrir að vinnan taki um tvær vikur.
Þetta mun valda lítilsháttar truflun fyrir gesti sundlaugarinnar og biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.