Fara í efni

Þjónustukönnun Norðurþings 2024

Byggðarráð hefur tekið fyrir niðurstöður Gallup úr þjónustukönnun Norðurþings 2024.

Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Könnunin var framkvæmd frá síðari hluta nóvember fram í byrjun janúar og var fjöldi svarenda 157.

Þegar spurt var hvaða þjónustu sveitarfélagið þyrfti helst að bæta töldu 29% að bæta þyrfti íþróttir og tómstundir og 15% nefndu samgöngumál. Aðeins 2% töldu að bæta þyrfti umhverfismál og heilbrigðismál/heilsugæslu og 1% taldi að bæta þyrfti mál fólks/barna með fötlun/sérþarfir.

Nánar er hægt að sjá niðurstöður könnunarinnar hér.