Fara í efni

Til hamingju Leikskólinn Grænuvellir og Borgarhólsskóli!

Leikskólinn Grænuvellir og Borgarhólsskóli á Húsavík hlutu íslensku menntaverðlaunin 2025 fyrir þróunarverkefnið LÍTIL SKREF Á LEIÐ TIL LÆSIS.
Verkefnið er unnið í samstarfi við MSHA og sjúkraþjálfarann Natöschu Damen.

Verkefnið Lítil skref á leið til læsis er samstarfsverkefni leikskólans Grænuvalla og Borgarhólsskóla um málörvun og læsi.
Markmið verkefnisins er meðal annars að vinna að því að styrkja samstarf skóla og heimila við flutning barna frá leikskóla yfir í grunnskóla og stuðla að eðlilegri samfellu í náminu. Verkefnið beinist annars vegar að auknu samráði kennara á báðum stigum um að efla málþroska og læsi og hinsvegar að öflugri foreldrafræðslu til að styrkja samstarf skóla og heimila.

Sjúkraþjálfari hefur einnig að komu að verkefninu varðandi stuðning, líkamsstöðu og þjálfun fínhreyfinga.

Innilega til hamingju starfsfólk Grænuvalla, starfsfólk Borgarhólsskóla, nemendur og samstarfsaðilar!

Vefsíða verkefnisins Lítil skref á leið til læsis