Fara í efni

Tilkynning: Framkvæmdir í Skrúðgarðinum

Kæru íbúar
Nú standa yfir framkvæmdir í Skrúðgarðinum á Húsavík. Framkvæmdir snúa að endurnýjun á göngubrú við Kvíabekk. Brúin og næsta umhverfi hennar verður lokað fyrir umferð íbúa á meðan framkvæmdir standa yfir. Reiknað er með að framkvæmdum á svæðinu ljúki 21. nóvember nk. og eru íbúar vinsamlegar beðnir um að notast við aðrar gönguleiðir á svæðinu á meðan. Beðist er velvirðingar á því óhjákvæmilega ónæði sem skapast á svæðinu á meðan unnið er við brúna.