Tilkynning til íbúa – Veglokun vegna framkvæmda
22.09.2025
Tilkynningar
Tilkynning til íbúa – Veglokun vegna framkvæmda
Norðurþing tilkynnir að vegna framkvæmda við uppsetningu hraðahindrunar og göngubrautar verður lokað fyrir umferð um Langholt á milli gatnamóta Langholt – Stekkjarholt og við gatnamót Langholt –Lágholt-Lyngholt. Sjá mynd.
- Hjáleið verður um Stekkjarholt.
- Lokunin hefst að morgni þriðjudagsins 23. september og stendur til og með þriðjudagsins 30. september.
Norðurþing biður íbúa og vegfarendur velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að hljótast af og þakkar fyrir góðan skilning.