Fara í efni

Tillaga að Aðalskipulagi Norðurþings 2025-2045

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 11.12.2025 að auglýsa tillögu að nýju aðalskipulagi Norðurþings, ásamt umhverfismatsskýrslu skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Meðal skipulagsgagna eru greinagerð skipulags, þéttbýlisuppdrættir, sveitarfélagsuppdrættir, greinargerð og skýringaruppdráttur vegna flokkunar landbúnaðarlands, vegir í náttúru Íslands og umhverfsmatsskýrsla.

Skipulagsgögn eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagstofnunar undir málsnúmeri 538/2023 en gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu Norðurþings www.nordurthing.is.

Tekið verður á móti ábendingum og athugasemdum í gegnum vef Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is) undir málsnúmeri 538/2023.
Athugasemdafrestur er frá 22. desember 2025 til 2. febrúar 2026.

Fylgigögn:

Vefur um aðalskipulag Norðþings
Flokkun landbúnaðarlands 
Skýringaruppdráttur flokkun landbúnaðarlands
Greinargerð um aðalskipulag Norðurþings 2025-2045
Umhverfismatsskýrsla
Vegir í náttúru Íslands
Sveitarfélagsuppdráttur 1
Sveitarfélagsuppdráttur 2
Sveitarfélagsuppdráttur 3
Þéttbýlisuppdráttur Húsavík
Þéttbýlisuppdráttur Kópasker
Þéttbýlisuppdráttur Raufarhöfn

Húsavík, 15. desember 2025
Skipulagsfulltrúi Norðurþings