Fara í efni

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna lagningu jarðstrengs

Sveitarstjórn Norðurþings kynnir hér með skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Breytingin er tilkomin vegna áforma um lagningu jarðstrengs frá tengivirkinu á Þeistareykjum að Kópskerslínu 1. Markmið verkefnisins er að bæta afhendingaröryggi á svæðinu og styrkja Kópaskerslínu 1 á tveimur stöðum. Hluti strengsins mun liggja innan Norðurþings en hluti í Þingeyjarsveit, og eru breytingar á aðalskipulagi beggja sveitarfélaganna unnar samhliða. Skipulagstillagan er sett fram í greingargerð og á uppdrætti á einu blaði í blaðstærð A2.

Breytingartillaga þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess sem hún hangir upp á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Kynningartími skipulagstillögunnar er frá 8. desember 2022 til og með 19. janúar 2023. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir lok fimmtudags 19. janúar 2023. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna lagningu jarðstrengs

 

Húsavík, 2. desember 2022
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings