Fara í efni

Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna iðnaðarsvæðis í landi Akursels og tillaga að breytingu á deiliskipulagi fiskeldis á Núpsmýri.

Sveitastjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum 22. febrúar 2024 að auglýsa tillögur að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingu á deiliskipulagi fyrir fiskeldi á Núpsmýri skv. 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér stækkun á iðnaðarsvæði Í3 í Öxarfirði vestur yfir Brunná og inn á Austursand í landi Akursels. Iðnaðarsvæðið er stækkað m.a. til að ná yfir fyrirliggjandi mannvirki til sjótöku í fjörunni í landi Akursels. Iðnarðarsvæði stækkar úr því að vera 5,6 ha utan um núverandi fiskeldisstöði í Núpsmýri yfir í 70,2 ha. Heimild verði fyrir allt að 3.000 tonna framleiðslumagni fiskeldis.

Skipulagstillögurnar eru nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess sem þær hanga uppi á skrifstofum Norðurþings á Húsavík og á Kópaskeri. Kynningartími er frá 23. maí til og með 4. júlí 2024. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir lok fimmtudags 4.júlí 2024. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (skipulagsgatt.is) undir málsnúmerum 390/2024 og 385/2024 eða á nordurthing@nordurthing.is

Fylgigögn:
Breyting á Aðalskipulagi Norðurþings 2010 - 2030

Deiliskipulag fiskeldis á Nýpsýri í Öxarfirði - breyting á skipulagi

Deiliskipulag fiskeldis á Nýpsmýri í Öxarfirði - byggingarreitir

Deiliskipulag fiskeldis á Núpsmýri í Öxarfirði  - skýringaruppdráttur

Deiliskipulag fiskeldis á Nýpsmýri í Öxarfirði - sjótaka, mykjutankar og borholur

 

 

 

Húsavík 16. maí 2024

Skipulagsfulltrúi Norðurþings