Tillaga að breytingu deiliskipulags suðurhafnarsvæðis á Húsavík
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum þann 14.01.2025 að kynna tillögu að breytingu deiliskipulags Suðurhafnarsvæðis á Húsavík skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér sameiningu fjögurra lóða í Suðurgarð 4 og endurskilgreiningu lóðarmarka fjögurra lóða sunnan Suðurgarðs 4. Mænisstefnu lóða sunnan Suðurgarðs 4 er breytt, auk þess sem tillagan heimilar aukna vegg- og mænishæð (úr 9 m í 10 m). Nýtingarhlutfall lóða er hækkað í 0,6 (úr 0,4).
Breytingartillagan ásamt greinargerð er sett fram á einu blaði í blaðastærð A1.
Breytingartillaga þessi er nú til kynningar á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is). Kynningartími skipulagsins er frá 23. janúar til 6. mars 2024. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 6. mars 2025. Tekið verður á móti ábendingum á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (skipulagsgatt.is) undir málsnúmeri 59/2025.
Fylgigagn: Suðurfjara - tillaga að breytingu deiliskipulags.
Húsavík 16. janúar 2025
Skipulagsfulltrúi Norðurþings