Fara í efni

Tillaga að deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði Í1/Í2 á Kópaskeri

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 22. febrúar 2024 að auglýsa til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði á Kópaskeri skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið spannar hluta íbúðarsvæða Í1 og Í2 samkvæmt aðalskipulagi. Stærð skipulagssvæðis er 4,4 ha og nær skipulagssvæðið frá Duggugerði í suðri að skjólbelti í túni norðan byggðar. Megin viðfangsefni deiliskipulagsins er að afmarka 14 nýjar lóðir undir einbýlishús, parhús og raðhús og að skilgreina byggingarskilmála fyrir lóðirnar.

Tillaga þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is) auk þess sem að hún hangir uppi á skrifstofum Norðurþings á Húsavík og Kópaskeri. Kynningartími skipulagsins er frá 27. mars 2024 til 8. maí 2024. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við tillöguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 8. maí 2024. Tekið verður á móti ábendingum á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (skipulagsgatt.is) undir málsnúmeri 307/2023 eða á nordurthing@nordurthing.is

Hér má sjá tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði á Kópaskeri

 

Hér má sjá upplýsingar á Skipulagsgátt

Húsavík 18. mars 2024
Skipulagsfulltrúi Norðurþings.