Umhverfisátak Norðurþings: Óskað er eftir tillögum!
24.06.2025
Tilkynningar
Búið er að framlengja frest til að skila inn tillögum til 15. júlí!
Nú óskum við eftir tillögum frá íbúum um hvaða fyrirtæki/stofnun, einstaklingar, býli og plokkari verðskuldi viðurkenningu.
Frestur til að skila inn tillögum er til 15. júlí nk.
Umhverfisverðlaun eru veitt í eftirtöldum flokkum:
- Snyrtilegasta býlið
- Snyrtilegasta lóð fyrirtækis/stofnunar
- Plokkari ársins
- Snyrtilegasta lóðin
Markmið átaksins er
- Að fegra umhverfi, bæta ásýnd og auka staðarstolt
- Að fyrirtæki bæti umgengni og virði lóðamörk þar sem það á við
- Að koma reglu á notkun gáma og hvetja til umsóknar á stöðuleyfum fyrir lausafjármuni s.s. gáma, báta, bátagrindur o.fl.
Hér má senda inn tillögu! Tillögum skal fylgja rökstuðningur og mynd/ir.
Skipulags- og framkvæmdaráð mun vinna úr tillögunum sem berast og síðan verður verðlaunaafhending hluti af dagskrá Mærudaga.