Fara í efni

Umhverfisátak: Til fyrirtækjaeigenda og lóðarhafa iðnaðar- og athafnalóða

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 16. janúar samhljóða tillögu um að farið verði í umhverfisátak í sveitarfélaginu árið 2025. Markmiðið er fegrun umhverfis, betri ásýnd og aukið staðarstolt. Sveitarfélagið hvetur íbúa, eigendur býla, fyrirtækja og stofnana til þátttöku í átakinu. Stofnanir sveitarfélagsins gangi á undan með góðu fordæmi. Einnig var samþykkt að veitt yrðu umhverfisverðlaun og hefur þegar verið óskað eftir tilnefningum hvað þau varðar.

Að þessu tilefni hvetur Norðurþing lóðarhafa iðnaðar- og athafnalóða til að fara í markvissa TILTEKT í sumar. Þetta gildir jafnt um muni á lóðum, á lóðarmörkum og utan lóða. Samhliða eru þeir sem við á hvattir til að sækja um stöðuleyfi fyrir gáma.

  • Ef gámar skulu standa innan lóðar lengur en þrjá mánuði skal sækja um stöðuleyfi til sveitarfélagsins.
  • Fyrir gáma á skilgreindum geymslusvæðum skal sækja um stöðuleyfi og greiða fyrir árlegt gjald til sveitarfélagsins.

Umsóknir um stöðuleyfi skal senda á nordurthing@nordurthing.is

Ásýnd sveitarfélagsins skiptir okkur öll máli ásamt almennri umgengni í okkar nánasta umhverfi.
Við hvetjum alla til að bera virðingu fyrir eigum og löndum annarra.

Í júlí verður farið frekari aðgerðir til að ýta við þeim sem ekki hafa brugðist við. Slíkt ferli getur endað í dagsektum ef lóðarhafi, eigandi muna utan lóða eða gáma sem hafa ekki stöðuleyfi aðhefst ekki.

Einnig má gera ráð fyrir því að búnaður og munir sem eru utan lóða og landareigna verði fjarlægðir á kostnað eiganda. 

Hluti af umhverfisátakinu felst í að sveitarfélagið hafi milligöngu um að safna brotajárni, dekkjum og rafgeymum frá íbúum, fyrirtækjum og býlum í sumar í samvinnu við Hringrás. Þá verði brotajárn og þ.h. sótt heim á bæi og að lóðamörkum fyrirtækja hjá þeim sem hafa óskað eftir því, sér að kostnaðarlausu.

Hér má sjá gjaldskrá fyrir stöðuleyfi gáma og gjaldskrá þjónustmiðstöðvar