Veruleg aukning á fjölda gesta í Hvalaskoðun frá Húsavík
23.07.2025
Tilkynningar
Húsavík er hvalaskoðunarhöfuðborg enda fjöldi ferðafólks sem leggur leið sína til Íslands til að upplifa ævintýri og komast í námunda við stærstu spendýr Jarðar í fallegu umhverfi. Það er töluverð aukning á fjölda gesta í hvalaskoðun en um 20% fleiri hafa farið í hvalaskoðun það sem af er ári en árið 2024. Veðurfar hefur verið hagstætt og gott í sjóinn hvar Skjálfandaflói skartar sínu fegursta.