Vilt þú vera fulltrúi íbúa í verkefnisstjórn Brothættra byggða II
Norðurþing auglýsir eftir áhugasömum íbúum í Öxarfjarðarhéraði og á Raufarhöfn til að starfa í verkefnisstjórn verkefnisins Brothættar byggðir II – tilraunaverkefni í framhaldi af Brothættum byggðum.
Verkefnið er tilraunaverkefni sem hér er kallað Brothættar byggðir II og felst í að fylgja eftir mögulegum árangri í verkefni Brothættra byggða (Bb) sem Byggðastofnun hefur áður unnið að í samstarfi við Norðurþing, landshlutasamtökin og íbúa í viðkomandi byggðarlagi.
Verkefnisstjórn er skipuð til að halda utan um verkefnið, einkum úthlutun fjármuna. Einnig til að veita verkefnisstjórum stuðning og ráðgjöf í framkvæmd verkefnisins. Verkefnisstjórn er skipuð eftirtöldum aðilum:
- Fulltrúi Norðurþings
- Fjórir fulltrúar íbúa (tveir á Raufarhöfn og tveir úr Öxarfjarðarhéraði, helst einn úr Kelduhverfi og einn úr Öxarfirði/Kópaskeri).
- Fulltrúi SSNE
- Tveir fulltrúar Byggðastofnunar
Gert er ráð fyrir að verkefnisstjórn fundi að lágmarki fjórum sinnum á ári og þá í fjarfundi nema sérstakar aðstæður kalli á staðfund.
Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband sem fyrst við verkefnisstjórana:
Nönnu Steinu í síma 868-8647 eða í tölvupósti á nanna@nordurthing.is
Einar Inga í síma 846-6290 eða í tölvupósti á einar@nordurthing.is
Byggðarráð mun síðan skipa fulltrúa Norðurþings og íbúana í verkefnisstjórnina og stefnir á að gera það á fundi sínum nk. fimmtudag.