Fara í efni

Vinnuskóli Norðurþings 2024

Í sumar verður Vinnuskóli Norðurþings starfandi fyrir ungmenni fædd árin 2009, 2010 og 2011, það er að segja þeir sem eru að ljúka 7., 8. og 9. bekk. Vinnuskólinn er opin ungmennum sem eru með skráð lögheimili í sveitarfélaginu eða eiga foreldra/foreldri sem er með lögheimili í sveitarfélaginu.

Vinnuskólinn er rekinn af Norðurþingi og heyrir undir Fjölskyldusvið Norðurþings. Dagleg stjórn Vinnuskólans er í höndum flokkstjóra. Helstu verkefni Vinnuskólans varða snyrtingu og umhirðu í þéttbýli og í dreifbýli. Vinnuskólinn er sambland af starfsþjálfun, fræðslu, félagsstarfi og skapandi verkefnum. Verkefni og viðfangsefni hvers dags geta því verið margbreytileg og til að mynda er stefnt að því að vinna að skemmtilegum og uppbyggilegum hliðarverkefnum. Hliðarverkefni geta verið skreyting bæjarins og önnur skapandi verkefni.
Unnið er alla virka daga vikunnar, 4 klukkustundir á dag. Vinnudagurinn er frá 8:00 til 12:00.

Allar nánari upplýsingar má finna hér