Fara í efni

Fréttir

Forstöðumaður Húsavíkurstofu

Forstöðumaður Húsavíkurstofu

Húsavíkurstofa auglýsir eftir forstöðumanni til starfa sem fyrst. Starfshlutfall eftir samkomulagi en aldrei minna en 70%. Hlutverk forstöðumanns er að efla markaðssetningu á svæðinu, taka þátt í þróun og uppbyggingu á starfinu og umsjón með upplýsingamiðlun til ferðamanna.
13.01.2020
Tilkynningar
Opnun gagnatorgs Norðurþings

Opnun gagnatorgs Norðurþings

Á vef Norðurþings hefur verið opnað Gagnatorg þar sem nálgast má upplýsingar um íbúatölur, fjárhagsleg málefni sveitarfélagsins og rekstrartölur málaflokka síðustu þrjú ár.
08.01.2020
Tilkynningar
Reikningar frá Norðurþingi

Reikningar frá Norðurþingi

Við viljum minna á að hægt er að sjá útgefna reikninga frá Norðurþingi í heimabanka undir rafrænum skjölum
08.01.2020
Tilkynningar
Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkef…

Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020

Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar Norðurlands eystra og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
07.01.2020
Tilkynningar
Opnun lyftu í Reiðarárhnjúk - opnunartími lyftu

Opnun lyftu í Reiðarárhnjúk - opnunartími lyftu

,,Skálamelslyftan" var opnuð á nýjum stað uppá Reykjaheiði þann 28 desember. Mikið og öflugt starf hefur verið unnið af sjálfboðaliðum og fyrirtækjum undanfarið til að gera þetta að veruleika. Villi Páls fékk hlaut þann heiður að gangsetja lyftuna enda hefur hann gengið með þann draum lengi að koma upp skíða og útivistarsvæði uppá Reykjaheiði. Böðvar Bjarnason og Garðar Héðinsson fóru fyrstu ferðina upp lyftuna enda hafa þeir unnið ötullega að fluttningi lyftunar undanfarið. Opnunartími lyftunar er eftirfarandi: virkir dagar : 14-19 helgar : 13 - 17 Frítt er í fjallið nú fyrst um sinn.
29.12.2019
Tilkynningar
Bilun í símkerfi Norðurþings

Bilun í símkerfi Norðurþings

Hnökrar geta orðið á móttöku símtala í fastlínunúmer sveitarfélagsins vegna alvarlegrar bilunar sem varð í símkerfi Norðurþings um helgina sökum rafmagnstruflana.
22.12.2019
Tilkynningar
Mynd tekin 12. apríl 2005 sem sýnir nokkurn vegin núverandi skíðaland Norðurþings

Skíðalyfta í Reyðarárhnjúk verður opnuð 27.desember

Í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa og starfsmenn hans, auk þeirra félaga Garðars og Böðvars, verður nýtt skíðasvæði formlega opnað 27. desember n.k., kl 13:00 og hvet ég ykkur öll til þess að fagna þessum áfanga í sameiningu með því að mæta uppeftir hvort sem þið hafið skíðin með ykkur eður ei. Munið bara að klæða ykkur vel. Stutt athöfn verður haldin á slaginu kl 13 áður en lyftan verður gangsett.
20.12.2019
Tilkynningar
Álestur á hitaveitumælum OH

Álestur á hitaveitumælum OH

Orkuveita Húsavíkur ohf. minnir viðskiptavini sína á að skila inn álestri á hitaveitumælum sem fyrst til að komast hjá óþarfa kostnaði.
20.12.2019
Tilkynningar
Eyþing auglýsir eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020

Eyþing auglýsir eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020

Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Verkefni geta til dæmis verið ráðgjafar- og átaksverkefni á sviði nýsköpunar-, menningar- og umhverfismála.
20.12.2019
Tilkynningar
Laust starf framkvæmdastjóra Samtaka atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra

Laust starf framkvæmdastjóra Samtaka atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra

Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra óska eftir að ráða drífandi einstakling í starf framkvæmdastjóra. Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem gefur réttum aðila tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu og þróun á svæðinu. Starfsstöðvar félagsins verða á fjórum stöðum: Húsavík, Akureyri, Tröllaskaga og Norður Þingeyjarsýslum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ráðið er í starfið til fimm ára.
18.12.2019
Tilkynningar
Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 og nýju deiliskipulagi vegna fiskeldis á Rö…

Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 og nýju deiliskipulagi vegna fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri

Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 og nýju deiliskipulagi vegna fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri. Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar eftirfarandi skipulagstillögur og tilheyrandi umhverfisskýrslur.
18.12.2019
Tilkynningar