Covidpistill sveitarstjóra #1
Kæru íbúar.
Við glímum nú við risavaxið alheims-samfélagsverkefni. Verkefnið útheimtir samstöðu. Verkefnið útheimtir þrautseigju. Verkefnið útheimtir útsjónarsemi og yfirvegun. Við Þingeyingar búum yfir öllum þessum kostum svo við skulum „gera þetta almennilega“, eins og Víðir Reynisson komst að orði fyrr í dag. Þá munum við vina þessa glímu þótt hart verði tekist á við óvininn.
22.03.2020
Tilkynningar