Covidpistill sveitarstjóra #8
Öll hljótum við að fagna því að okkur Íslendingum virðist vera að takast hvað best upp við að sveigja hina margumræddu kúrfu af leið veldisvaxtar óhefts faraldurs. Hin einföldu ráð sem við beitum í formi sóttkvíar og einangrunar þeirra sem eru útsettir og eða smitaðir af kórónaveirunni eru einfaldlega að skila góðum árangri. Þetta eru góðar fréttir og hvetjandi, en verðum ekki værukær.
31.03.2020
Tilkynningar