Í dag hafa verið staðfest 33 smit á Norðurlandi eystra, flest þeirra á Akureyri eða 25 talsins, fimm í Mývatnssveit, eitt á Siglufirði og eitt á Grenivík. Enn er aðeins eitt staðfest smit með lögheimili í Norðurþingi. Við fögnum því að pestin sé ekki frekari útbreiðslu hér enn sem komið er. Upplýst var um það á stöðufundi almannavarna í dag að ákvörðun hefði verið tekin um að veita upplýsingar um þróun smita niður á póstnúmer, sem að mínum dómi er skynsamleg ákvörðun. Um það hafði verið rætt að persónuverndarsjónarmið kæmu í veg fyrir að sóttvarnarlæknir gæti ráðlagt slíka upplýsingagjöf, sem þýddi að sá er þetta ritar var á hálum ís með að upplýsa um stöðuna með þeim hætti sem ég hef leyft mér i þessum pistlum. Það er gott að fyrrnefnd afstaða almannavarna og sóttvarnalæknis liggi nú fyrir, en nánari útlistun á stöðunni má finna inni á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra sem ég hvet ykkur til að „líka við“.