Opnun Norðurstrandarleiðar / Arctic Coast Way
Opnun Norðurstrandarleiðar / Arctic Coast Way verður á laugardaginn 8. júní, þar sem klippt verður á borða með formlegum hætti bæði á Hvammstanga og Bakkafirði. Um leið verða ný skilti tekin í notkun, sem segja ferðamönnum til um hvenær þeir eru á Norðurstrandarleið. Skiltin eru eins og hefðbundin þjónustuskilti, en eru hinsvegar brún á litinn. Þetta er í fyrsta sinn sem slík skilti eru sett upp á Íslandi og má segja að þau marki ákveðin þáttaskil í upplýsingagjöf til ferðamanna á þjóðvegum landsins.
06.06.2019
Tilkynningar