Skjálftasetrið

Á Skjálftasetrinu á Kópaskeri er að finna sýningu sem tengist Kópaskersskjálftanum þann 13. janúar 1976 og Kröflueldum. Þar má finna myndir, myndbönd og annað efni sem sýnir afleiðingar þessa mikla skjálfta sem mun hafa verið um 6,3 stig á Richter. 

Einnig má þar finna upplýsingar um Kópaskersmisgengið og fleira forvitnilegt.