Alþingiskosningar 2021

Laugardaginn 25. september 2021 fara fram kosningar til Alþingis. 
Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um framkvæmd alþingiskosninga í Norðurþingi

Frá 13. til 24. september 2021 liggur kjörskrá vegna alþingiskosninganna frammi á skrifstofum Norðurþings á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar úr kjörskrá á upplýsingavefnum www.kosning.is.
Athugasemdir við kjörskrá skulu berast sveitarstjórn Norðurþings.

Rétt til að kjósa á kjörfundi á kosningadaginn 25. september 2021 hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki og framvísa á kjörstað.

 

Norðurþingi er skipt niður í 5 kjördeildir:

 • Kjördeild I og II - Borgarhólsskóla Húsavík
  Fyrir íbúa Húsavíkur og Reykjahverfis. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-22:00. Inngangur að austanverðu, gengt Framhaldsskólanum.

 • Kjördeild III - Skúlagarði
  Fyrir íbúa Kelduhverfis. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-18:00.

 • Kjördeild IV - Skólahúsinu Kópaskeri.
  Fyrir íbúa Kópaskers og Öxarfjarðar. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-18:00.

 • Kjördeild V - Ráðhúsinu Raufarhöfn
  Fyrir íbúa Raufarhafnar og nágrennis. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-18:00.

Allar nánari upplýsingar um framkvæmd alþingiskosninganna fást hjá Norðurþingi í síma 464-6100 og á upplýsingavefnum www.kosning.is

 

Yfirkjörstjórn Norðurþings
Ágúst Sigurður Óskarsson
Berglind Ósk Ingólfsdóttir
Karl Hreiðarsson