Fara í efni

Auglýst er eftir umsóknum í Afreks- og viðurkenningarsjóð

Fjölskylduráð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki í Afreks- og viðurkenningarsjóð Norðurþings vegna ársins 2022.

Styrkirnir eru veittir til einstaklinga, íþróttahópa, liða eða félaga.
Landsliðsverkefni og alþjóðleg mót eru meðal þeirra verkefni sem styrkt eru.

Tilgangur / markmið sjóðsins er að:

  • styrkja og veita íþróttafélögum í sveitarfélaginu viðurkenningu fyrir góðan árangur, heiðarlega keppni og öflugt íþrótta-, félags- og æskulýðsstarf. 
  • styrkja og veita viðurkenningar til einstaks afreksfólks á sviði íþrótta, sem keppa fyrir hönd íþróttafélaga í Norðurþingi, til að auðvelda þeim að stunda æfingar í sinni grein og ná árangri.

Hér má sjá reglur Afreks- og viðurkenningarsjóðs

Hér má sækja um í gegnum rafrænt eyðublað

Umsóknarfrestur um styrki úr Afreks- og viðurkenningarsjóði er til 19. febrúar

Allar nánari upplýsingar veitir
Kjartan Páll Þórarinsson (kjartan@nordurthing.is)