Bilun í símkerfi Norðurþings

Hnökrar geta orðið á móttöku símtala í fastlínunúmer sveitarfélagsins vegna alvarlegrar bilunar sem varð í símkerfi Norðurþings um helgina sökum rafmagnstruflana. Við biðjumst velvirðingar á þessum truflunum, en unnið er að viðgerð. Íbúar eru hvattir til að nota tölvupóstsamskipti á netfangið nordurthing@nordurthing.is ef illa gengur að ná sambandi við skiptiborð sveitarfélagsins 464-6100.