Fara í efni

Borgin - sumarfrístund

Í sumar verður boðið upp á sumarfrístund  fyrir börn og ungmenni á aldrinum 10-18 ára með fjölþættar stuðningsþarfir (einnig börn sem hafa lokið 4. bekk). Opið verður frá skólalokum 5. júní og þar til skóli hefst á ný í haust. Opið verður alla virka daga frá 10 – 16.

Sumarlokun frístundar verður fyrstu tvær vikurnar í júlí, frá mánudeginum 3. júlí og opnar aftur mánudaginn 17. júlí.

Líkt og síðustu sumur þá verður boðið upp á fjölbreytt skapandi starf  og útiveru sem verður unnin í samvinnu með börnunum, eftir óskum og áhugasviðum þeirra. Við nýtum það sem er í boði á Húsavík og nærumhverfi á sumrin, s.s. ýmsar smiðjur og námskeið, útivist og vettvangsferðir. Spennandi sumardagskrá er í vinnslu og allar hugmyndir velkomnar .

Umsóknarfrestur er til 19. mars

Hér má nálgast eyðublað til að sækja um sumarfrístund í Borginni.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Björg Steinþórsdóttir, forstöðumaður í Borgin frístund og skammtímadvöl. Netfang: sigruns@nordurthing.is eða í síma 849-2218.