Tæming á rotþróum á austursvæði sveitarfélagsins

Norðurþing hefur samið við Hreinsitækni ehf um tæmingu á rotþróum á austursvæði sveitarfélagsins. Verkefnið er þegar hafið og eru þeir sem eru með rotþrær hvattir til þess að auðvelda aðgengi að þeim  og merkja með gulu hvar þær eru. 

þar sem segir m.a. í 3.gr. :


Sveitarstjórnir skipuleggja reglubundna hreinsun og tæmingu rotþróa og meðhöndlun
seyru í samræmi við reglugerð um meðhöndlun á seyru nr. 799/1999. Óheimilt er að losa
seyru úr rotþróm nema á samþykktum móttökustöðum og er tæming þróa og meðhöndlun
seyru einungis heimil þeim sem hafa tilskilin leyfi, sbr. reglugerð nr. 785/1999, um starfsleyfi
fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

 

Í samþykkt um fráveitur í sveitarfélaginu Norðurþingi segir einnig í 6.gr. :

Um hreinsun og losun rotþróa gildir samþykkt nr. 671/20013, um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra að undanteknum Húsavíkurbæ og gilda ákvæði samþykktar nr. 671/2003 einnig fyrir þéttbýlið Húsavík í Norðurþingi.

Samþykkt um fráveitur í sveitarfélaginu í Norðurþingi
Gjaldskrá