Laust starf skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar

Grunnskólinn á Raufarhöfn
Grunnskólinn á Raufarhöfn

Skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar

Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn leik- og grunnskóli með alls um 15 nemendur þar sem uppeldisstefnan Jákvæður agi er höfð að leiðarljósi. Skólinn nýtur mikils stuðnings frá samfélaginu og leggjum við áherslu á samvinnu sem og jákvæðni.

Starfslýsing Fullt starf skólastjóra samrekins leik- og grunnskóla Raufarhafnar er laust til umsóknar. Kennsluhlutfall er samkvæmt kjarasamningi.

Leitað er að stjórnanda sem hefur metnað og býr yfir hæfni til að skipuleggja krefjandi og framsækið skólastarf í samvinnu við starfsfólk, foreldra og nemendur.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Grunnskólakennararéttindi og kennslureynsla á grunnskólastigi er skilyrði
• Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða diplóma að lágmarki) á sviði uppeldis- og menntunarfræða, stjórnunar eða sambærilegra greina er æskileg
• Reynsla af stjórnun og/eða faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í leik- og/eða grunnskólastarfi er æskileg
• Þekking á leikskólastarfi er mikilvæg
• Forystuhæfileikar, mikil samskiptahæfni og góðir skipulagshæfileikar

Framlengdur umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2019. Umsóknum skal skila á rafrænu formi til fræðslufulltrúa Norðurþings, jon@nordurthing.is

Nánari upplýsingar veitir Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi Norðurþings, jon@nordurthing.is eða/og í síma 464 6123

Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi og miklum sköpunarkrafti manns og náttúru.