Fara í efni

Reglur byggðakvóta 2019-2020

Til upplýsinga þá hefur ráðuneytið birt tillögur sveitarfélaga um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020.

Með vísan til 3. gr. reglugerðar nr. 676/2019, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 þá eru tillögur sveitastjórna um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2019-2020 birtar á vef ráðuneytisins til kynningar. Frestur til að senda inn athugasemdir til ráðuneytisins á postur@anr.is vegna tillagna sveitarfélaga er 1 vika frá birtingu tillagnanna á vef ráðuneytisins. Að þeim tíma liðnum mun ráðuneytið taka afstöðu til þeirra tillagna sem borist hafa frá sveitarfélögum.

Hér má sjá tillögu Norðurþings

Á vef Stjórnarráðs Íslands má finna tillögu Norðurþings og annarra sveitarfélaga.