Fara í efni

Uppgræðsluverkefni - Skurðbrúnir

Norðurþing stendur í sumar fyrir uppgræðsluverkefni sem felur í sér uppgræðslu meðfram veginum að Skurðsbrúnanámu, norðan við Húsavík.

Verkefnið felst í því að dreifa lífrænum garðaúrgangi sem fellur til að hálfu þjónustustöðvarinnar á Húsavík. Óskað er eftir að íbúar taki þátt í þessu verkefni með Norðurþingi og losi sinn lífræna garðúrgang á þessu svæði (sjá mynd til útskýringar). Lítil svæði (hólf) verða tekin fyrir í einu og byrjað verður við þjóðveg 85 og ætlunin er að færa sig austur eftir veginum upp að námunni.

Til að vel takist til þá er nauðsynlegt að lífræni garðúrgangurinn innihaldi eingöngu gras, lauf og þess háttar garðúrgang en þó mega fylgja með greinar en þær mega þó ekki vera lengri en 10cm. Ekki er sóst eftir trjám, eða heilum greinum o.s.frv.

Að sjálfsögðu þarf að losa úr pokum og ekki skilja annan úrgang eftir en þann sem óskað er eftir. Ítrekuð losun á óæskilegum efnum mun leiða af sér að verkefninu verður hætt.

Gámur fyrir garðúrgang er eftir sem áður staðsettur við sorpmóttökustöð að Víðimóum

Tökum höndum saman og sláum nokkrar flugur í einu höggi.