Útboð - Skólaakstur Norðurþing

Ríkiskaup, fyrir hönd Norðurþings kt. 640169-5599, óska eftir tilboðum í skólaakstur með grunnskólanemendur næstu fjögur skólaár, þ.e. frá byrjun skólaárs haustið 2021 til og með loka skólaárs vorið 2025 skv. útboðslýsingu.

Útboðið miðast við akstur nemenda til og frá Öxarfjarðarskóla, Borgarhólsskóla og Grunnskóla Raufarhafnar, samtals 4 leiðir, tvær leiðir eru fyrir Öxarfjarðarskóla og miðast því við 4 bifreiðar og akstur u.þ.b 1036 km á viku miða við áætlun komandi skólaárs.

Athugið að á leiðum 1 – 3 er um að ræða daglegan akstur en á leið 4 er um að ræða vikulegan akstur.

Óskað er eftir tilboðum í eina eða fleiri leiðir.

Allar nánari upplýsingar er að finna á útboðsvef opinberra útboða.