Verkfall starfsmanna félaga innan BSRB

mynd/Norðurþing
mynd/Norðurþing

Boðuð hafa verið verkföll starfsmanna innan BSRB næstkomandi mánudag og þriðjudag. Ef til þeirra kemur raskast starfsemi í íþróttamannvirkjum á Húsavík eftir því sem hér segir:

Sundlaug Húsavíkur verður lokuð á mánudaginn og þriðjudaginn fram til kl.14:30 - skólasund fellur niður skv. upplýsingum frá Borgarhólsskóla. Opið verður á venjulegum opnunartíma frá kl. 14.30 - 21:00.

Íþróttahöll Húsavíkur verður lokuð báða daga og falla íþróttatímar nemenda Borgarhólsskóla niður.

Skíðamannvirki við Reyðarárhnjúk verða lokuð á þriðjudeginum en ekki er opið þar á mánudögum. 

Við vonum að þetta verði leyst fyrir mánudag en biðjum ykkur að fylgjast vel með framvindu málsins yfir helgina.