Fara í efni

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir starfsmanni innan barnaverndar og Keldu

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir starfsmanni innan barnaverndar og Keldu.
Leitað er eftir einstaklingi með félagsráðgjafa-, uppeldis-, menntunar-, heilbrigðis- eða aðra
menntun sem nýtist í starfi.

Viðkomandi starfar í teymi er kemur að barnaverndarmálum, málefnum barna og fjölskyldna í samstarfi við skóla, leikskóla og heilsugæslu. Teymið starfar að hluta til í leik og grunnskóla.

Viðkomandi starfar innan fjölskyldusviðs og situr þverfaglega fundi innan barnaverndar og Keldu sem og með öðrum er tilheyra sviðinu.

Smellið á starfsauglýsingu hér til hiðar til að sjá menntunar- og hæfniskröfur.

Viðkomandi starfar meðal annars eftir barnaverndarlögum nr.80/2002 og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 lögum um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018l stjórnsýslulögum nr 37/1993 og öðrum lögum er lúta að sviðinu.
Laun eru skv. kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknir skulu berast til Hróðnýjar Lund félagsmálastjóra, á netfangið hrodny@nordurthing.is og veitir hún nánari upplýsingar um starfið.
Starfsferilskrá og kynningarbréf sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu fylgja umsókninni. Að auki þarf að fylgja hreint sakavottorð.