Fara í efni

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir starfmanni í Miðjuna hæfingu.

Miðjan er hæfing og dagþjónusta fyrir fatlað fólk með þroskaröskun sem hefur það að markmiði að efla alhliða þroska og sjálfstæði einstaklings og viðhalda og auka þá færni sem einstaklingurinn hefur náð. Jafnframt að veita vellíðan og öryggi og efla frumkvæði og koma til móts við sjálfsákvörðunarrétt. Í Miðjunni er unnið eftir hugmyndafræðinni þjónandi leiðsögn (gentle teaching). Notendur okkar eru einstaklingar með fjölbreyttar andlegar og líkamlegar skerðingar.

Um er að ræða 80% stöðu. 

Smellið á mynd hér til hliðar til að sjá markmið starfsins og hæfniskröfur.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar gefur Hróðný Lund - hrodny@nordurthing.is

Starfsferilskrá og kynningarbéf þarf að fylgja umsókn. Umsóknir skulu berast á netfangið hrodny@nordurthing.is

Umsóknarfrestur er til. 4. maí 2023