Fara í efni

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir starfsmanni til að sinna frekari liðveislu/stoðþjónustu

Starfsmaður frekari liðveislu/stoðþjónustu sér um, í samstarfi við yfirþroskaþjálfa, að aðstoða fatlað fólk sem býr í sjálfstæðri búsetu á Húsavík. Aðstoðin felst í því að efla og styrkja fatlað fólk til sjálfshjálpar á eigin heimili eins og m.a við að skipuleggja heimilishald, aðstoð við innkaup, hvatningu við samfélagslega þátttöku, hreyfingu og fleira.

Markmið starfsins:

Virðing og vinsemd við notendur.
Veita þeim sem búa í sjálfstæðri búsetu stuðning og leiðbeiningar til að þau geti lifað sem eðlilegustu lífi.
Stuðningur til sjálfshjálpar, samfélagslegrar þátttöku og almennrar virkni.

Hæfniskröfur:

Áhugi á að starfa með fötluðu fólki með umhyggju og virðingu að leiðarljósi.
Stundvísi
Unnið er eftir þjónandi leiðsögn (gentle teaching)
Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri
Geta talað og tjáð sig á íslensku

Menntun sem nýtist í starfi er kostur

Laun og önnur starfskjör eru samkævmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag

Um er að ræða 70-100 % stöðu á dagvinnutíma. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1 maí.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um starfið hjá Sunnu Mjöll Bjarnadóttir yfirþroskaþjálfa á netfangið sunna@nordurthing.is

Umsóknir sendast til Hróðnýjar Lund, félagsmálastjóra, hrodny@nordurthing.is. Starfsferilskrá og kynningarbréf þurfa að fylgja umsókn.

Umsóknarfrestur er til 1. apríl