Fara í efni

Grunnskóli Raufarhafnar auglýsir eftir starfsmanni í blandað starf

Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn leik-og grunnskóli. Skólinn er í samstarfi við Rif rannsóknarstöð sem hefur aðsetur innan skólans. Einnig er samstarf við Öxarfjarðarskóla sem er í 62 km fjarlægð frá Raufarhöfn. Öllum börnum frá Raufarhöfn er ekið einu sinni í viku í Öxarfjarðarskóla þar sem þeir fá kennslu í list- og verkgreinum, íþróttum auk tónlistarkennslu á vegum Tónlistarskóla Húsavíkur. Leikskólanemendur taka þátt í verkefninu Brúum bilið í Öxarfjarðarskóla sem miðar að því að skapa samfellu milli leik-og grunnskóla fyrir 5 ára börn.

Frá og með 1. janúar 2023 verða í Grunnskóla Raufarhafnar 5 nemendur í 5. – 9.bekk í einum námshópi og 2 börn á leikskólaaldri. Sami skólastjóri stýrir Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla og er með starfsstöð í Öxarfjarðarskóla en hefur fasta viðveru einu sinni í viku á Raufarhöfn.
Auglýst er eftir starfsmanni í 100% stöðu til að sinna fjölþættu og blönduðu starfi innan Grunnskóla Raufarhafnar í samstarfi við kennara og annað starfsfólk. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.


Um er að ræða störf sem tengjast:
• Matreiðslu í mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk
• Þrifum í skólahúsnæði
• Gæslu nemenda
• Dagvistun leikskólabarna
• Stuðningi við kennara í námshópi nemenda
• Samþættingu leik- og grunnskóla

Starfslýsing
Leitað er að fjölhæfum einstaklingi sem er áreiðanlegur, sveigjanlegur, jákvæður, samstarfsfús, lausnamiðaður og tilbúinn til að fara jafnt í öll þau störf sem ofan er getið þegar á þarf að halda og samkvæmt skipulagi.
Menntunar- og hæfniskröfur

• Reynsla af störfum með börnum æskileg
• Reynsla af störfum í mötuneyti æskileg
• Mikil samskiptahæfni og sveigjanleiki
• Sjálfstæði, jákvæðni og aðlögunarhæfni
• Góð íslenskukunnátta
• Hreint sakavottorð
Laun samkvæmt kjarasamningum Framsýnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2023.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá skólastjóra, Hrund Ásgeirsdóttur í síma 465-2246/616-6011 eða með fyrirspurnum á netfangið hrund@nordurthing.is
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila með tölvupósti til skólastjóra á netfangið hrund@nordurthing.is