Fara í efni

Grunnskóli Raufarhafnar - Laust starf til umsóknar

Fullt starf umsjónarkennara samrekins leik- og grunnskóla Raufarhafnar er laust til umsóknar. Kjör eru samkvæmt kjarasamningi.

Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn leik-og grunnskóli með alls 8 nemendur í 1. - 10. bekk þar sem uppeldisstefnan Jákvæður agi er höfð að leiðarljósi. Skólinn er í samstarfi við Rif rannsóknarstöð sem hefur aðsetur innan skólans. Töluvert samstarf er við Öxarfjarðarskóla sem er í 62 km fjarlægð frá Raufarhöfn bæði staðbundið og rafrænt. 

Leitað er að öflugum kennara sem hefur metnað og býr yfir hæfni til að skipuleggja krefjandi og framsækið skólastarf í samvinnu við sklastjóra, starfsfólk, foreldra og nemendur. Jafnframt að styrkja stöðu skólans í nærumhverfinu með samstarfi við Öxarfjarðarskóla og aðrar stofnanir. Umsjónarkennari mun starfa sem staðgengill skólastjóra og sinna ýmsum stjórnunarverkefnum í fjarveru hans. Kennarastaða heyrir beint undir skólastjóra.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun ágúst.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjónarkennsla nemenda í 1.-10. bekk; kennsla í íslensku, stærðfræði, erlendum tungumálum, samfélags- og náttúrufræðigreinum o.fl.
 • Þátttaka í þróun skólastarfs til framtíðar í samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá leik- og grunnskóla og lög um leik- og grunnskóla.
 • Þátttaka undir stjórn skólastjóra í stjórn og ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans.
 • Umsjón með forföllum starfsmanna undir stjórn skólastjóra auk þátttöku í starfsþróun og vinnutilhögun.
 • Óskað er sérstaklega eftir umsjónarkennara sem er áreiðanlegur, hefur leiðtogahæfni, sýnir frumkvæði, er ábyrgur, skapandi og lausnamiðaður.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu í leik- og grunnskóla.
 • Kennslureynsla á grunnskólastigi og reynsla af umsjónarkennslu.
 • Kennslureynsla af samkennslu árganga er mikilvæg.
 • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði.
 • Mikil samskiptahæfni, góðir skipulagshæfileikar, sjálfstæði, sveigjanleiki og aðlögunarhæfni.
 • Góð tölvukunnátta er nauðsynleg.
 • Reynsla af þátttöku í þróun á grunnskólastarfi er æskileg.

Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2023.

Umsóknum skal skila í tölvupósti til skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla á netfangið hrund@nordurthing.is. Ekki er um sérstakt eyðublað að ræða.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsókna og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda ásamt prófskírteinum og leyfisbréfi. 

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Við ráðningu áskilur sveitarfélagið sér rétt til að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, að veittri fræðslu til hans þar að lútandi.  

Norðurþing áskilur sér rétt til að hafna öllum umsækjendum en öllum umsækjendum verður svarað að loknum umsóknarfresti þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin

Nánari upplýsingar eru veittar hjá skólastjóra í síma 465-2246 eða með því að svara fyrirspurnum sem sendar eru á netfangið hrund@nordurthing.is

Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi
og miklum sköpunarkrafti manns og náttúru.