Fara í efni

Heimildarmyndir frá Húsavík og Ásbyrgi

Á vef Kvikmyndasafns Íslands, Ísland á filmu, má finna stórskemmtilega heimildarmynd frá Húsavík eftir Pál Steingrímsson. Myndin er tekin upp árið 1976 og gefur góða innsýn í mannlíf þessa tíma. Á vefnum er fleira efni sem tengist Húsavík og Ásbyrgi; „Hópferð í Ásbyrgi“ (1952), „Sumar á Húsavík“ (1948) og „Forsetahjónin í Húsavíkurkirkju“ (1955) svo dæmi séu nefnd.

Sannarlega dýrmætt og skemmtilegt efni sem tilvalið er að gleðjast yfir nú á Þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hver veit nema þið kannist við einhver andlit þarna!

Gleðilega hátíð!

Hlekkur: https://filmcentralen.dk/museum/island-paa-film/film/husavik