Fara í efni

Hreinsunarátak í Norðurþingi!

Dagana 19. - 25. maí verður hreinsunarátak í Norðurþingi!

Hjálpumst að og tökum til í okkar nærumhverfi, á opnum svæðum, götum og í görðunum okkar. 

Húsavík
Poka verður hægt að nálgast í Stjórnsýsluhúsinu á opnunartíma. Gámafélag Íslands mun hafa þrjá gáma, staðsetta við Sundlaug Húsavíkur, Borgarhólsskóla og gatnamót Þverholts og Laugarholts. Við hvetjum íbúa til að nýta sér þá.
Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar tæma gáma að hreinsunarátaki loknu eða eftir þörfum
Norðurþing býður uppá grillaðar pylsur og drykki fimmtudaginn 25. maí kl. 19:00 við Vallarhús Völsungs!
Fyrirtæki og félagasamtök eru sérstaklega hvött til að kveikja neistann í starfsmönnum og félögum og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. 
Hér er tillaga af svæðum sem félagasamtök geta farið eftir. 

Raufarhöfn
Poka verður hægt að nálgast í áhaldahúsinu þegar starfsmenn eru á staðnum. Einnig er hægt að hringja í starfsmann í síma 861-1385

Gámur verður í SR porti dagana 19 - 25. maí. Íbúar eru hvattir til að nýta það og losa sig við það sorp sem týnt hefur verið á opnum svæðum, götum og görðum. Starfsmenn áhaldahússins munu tæma gáminn að hreinsunarátaki loknu.

Grillaðar pylsur og drykkir að hreinsunarátaki loknu fimmtudaginn 25. maí kl. 19:00 við áhaldahúsið!

Kópasker
Poka verður hægt að nálgast í áhaldahúsi. Opin skúffa verður staðsett "neðan við bakkann" rétt hjá sorpplaninu, ef aðstoð er óskað við að koma sorpi í skúffuna er hægt að hafa samband við starfsmann áhaldahússins og sorpið sótt samkvæmt samkomulagi.

Stefnt er að lokahófi þann 25. maí - nánar auglýst síðar