Hreinsunarátak í Norðurþingi!
Dagana 19. - 25. maí verður hreinsunarátak í Norðurþingi!
Húsavík
Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar tæma gáma að hreinsunarátaki loknu eða eftir þörfum
Hér er tillaga af svæðum sem félagasamtök geta farið eftir.
Raufarhöfn
Poka verður hægt að nálgast í áhaldahúsinu þegar starfsmenn eru á staðnum. Einnig er hægt að hringja í starfsmann í síma 861-1385
Gámur verður í SR porti dagana 19 - 25. maí. Íbúar eru hvattir til að nýta það og losa sig við það sorp sem týnt hefur verið á opnum svæðum, götum og görðum. Starfsmenn áhaldahússins munu tæma gáminn að hreinsunarátaki loknu.
Grillaðar pylsur og drykkir að hreinsunarátaki loknu fimmtudaginn 25. maí kl. 19:00 við áhaldahúsið!
Kópasker
Poka verður hægt að nálgast í áhaldahúsi. Opin skúffa verður staðsett "neðan við bakkann" rétt hjá sorpplaninu, ef aðstoð er óskað við að koma sorpi í skúffuna er hægt að hafa samband við starfsmann áhaldahússins og sorpið sótt samkvæmt samkomulagi.
Stefnt er að lokahófi þann 25. maí - nánar auglýst síðar