Fara í efni

Laust starf til umsóknar

Skipulags- og framkvæmdasvið Norðurþings auglýsir laust til umsóknar nýtt starf verkefnastjóra framkvæmda hjá sveitarfélaginu. Starfshlutfallið er 100% og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:

  • Verkefnastjórnun framkvæmda og annara verkefna á vegum Orkuveitu Húsavíkur og skipulags- og framkvæmdasviðs Norðurþings
  • Verkeftirlit, eftirfylgni og verkstýring með framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins
  • Skipulagning samskipta og samræming samstarfsaðila í stórum verkefnum
  • Samskipti við hagsmunaaðila, þjónustuaðila, verktaka og íbúa Norðurþings tengd framkvæmdum og þjónustu á sviðinu
  • Umsjón með gerð útboðsgagna, opnun tilboða og gerð verksamninga.
  • Eftirlit með kostnaði ásamt kostnaðartengdri greiningarvinnu  og skýrslugerð vegna verklegra framkvæmda á vegum sveitarfélagsins
  • Aðstoð við stefnumótun og gerð fjárhags-, starfs- og verkáætlana á skipulags- og framkvæmdasviði

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Iðn- eða tæknimenntun er nauðsynleg
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af utanumhaldi með verklegum framkvæmdum
  • Reynsla af meðhöndlun teikninga og verklegra gagna
  • Reynsla og góð þekking á meðhöndlun talnagagna og notkun á þeim
  • Góðir samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir
  • Reynsla af notkun mælitækja og landupplýsingakerfa er kostur
  • Þekking á rekstrarumhverfi og framkvæmdum sveitarfélaga er kostur
  • Góð tölvukunnátta er nauðsynleg
  • Skipulögð og fagleg vinnubrögð
  • Frumkvæði og drifkraftur

 Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2018

 Viðkomandi mun vinna náið með  framkvæmda- og þjónustufulltrúa, sem er hans næsti yfirmaður.

Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Laun og önnur starfskjör fara eftir samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings og framkvæmdastjóri Orkuveitu Húsavíkur, í síma 464-6100 eða með fyrirspurn á netfangið gunnar@nordurthing.is

Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila á netfangið jona@nordurthing.is eða í lokuð umslagi merkt „Umsókn – verkefnastjóri framkvæmda“ á skrifstofu Norðurþings áður en umsóknarfresturinn er úti.