Fara í efni

Matarvagn Evu Laufeyjar á Húsavík

Eva Laufey kemur til Húsavíkur  föstudaginn, 19. júní nk. með matarvagninn sinn og verður á hafnarstéttinni. Norðurþing vill hvetja matvælaframleiðendur í þingeyjarsýslu að mæta með sína vöru og kynna fyrir gesti og gangandi.

Hafir þú áhuga á að vera með þína matvöru á matarhátíð Evu á Húsavík biðjum við þig til að setja þig í samband við Röðul á netfangið rodull@nordurthing.is eða í síma 464-6100 fyrir skráningu og frekari upplýsingar.

Eva Laufey ferðast um landið með matarvagn, hún ætlar að heimsækja bæjarfélög og kynna sér nýsköpun í matargerð á hverjum stað og útbýr samloku með hráefni sem kemur frá bæjarfélaginu. Markmið Evu er að skapa litla matarhátíð þar sem hún ætlar að gefa samlokur úr matarbílnum sínum og hvetur matvælaframleiðendur á staðnum til þess að koma og kynna/selja sínar vörur og með því móti skapast ákveðin matarhátíðarstemning þar sem bæjarbúum gefst kostur á að hittast og njóta þess að fá sér góðan mat.

Við hvetjum íbúa og ferðamenn til þess að koma niður á hafnarstétt og njóta matarmenningar.