Fara í efni

Norðurþing auglýsir eftir sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs

Norðurþing óskar eftir að ráða öflugan leiðtoga í starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs sveitarfélagsins. Undir sviðið falla m.a. yfirstjórn umhverfismála, framkvæmda, eigna- og tækjasjóðs og þjónustumiðstöðva. Sviðsstjóri ber ábyrgð á stefnumótun í þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið, stýrir rekstri þeirra með áherslu á faglega forystu í framkvæmda og umhverfismálum. Sviðsstjóri er starfsmönnum á sviðinu til ráðgjafar og stuðnings í verkefnum og ákvörðunum sem þeir fast við. Einnig mótar sviðsstjóri framtíðarsýn í samræmi við áherslur sveitarfélagsins. Sviðsstjóri starfar náið með sveitastjóra og öðrum sviðsstjórum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með starfs- og fjárhagsáætlunum á sviðinu
  • Yfirumsjón og eftirlit með faglegu starfi á sviðinu og samræmingu og samþættingu á milli eininga
  • Umsjón með starfsemi nefnda og ráða á skipulags- og umhverfissviði
  • Ráðgjöf og stuðningur til annarra stjórnenda á sviðinu í störfum þeirra og stjórnun
  • Samskipti við fagnefndir og hagsmunaaðila
  • Þátttaka í stefnumótun og nýsköpunarverkefnum þvert á fagsvið sveitarfélagsins
  • Stuðlar að úrbótaverkefnum þvert á sviðið

Þekkingar- og hæfnikröfur

  • Víðtæk og farsæl reynsla af verkefnum sem falla að starfinu
  • Góð þekking á lögum og reglugerðum er varða verkefni sviðsins
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu
  • Þekking og reynsla af stjórnun, rekstri og áætlanagerð
  • Leiðtogahæfni og rík færni í mannlegum samskiptum
  • Góð skipulagsfærni, sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði
  • Góð almenn tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Norðurþing er sveitarfélaga á norðausturlandi sem varð til árið 2006 við sameiningu Húsavíkurbæjar, Öxarfjarðarhrepps, Raufarhafnarhrepps og Kelduneshrepps. Norðurþing er víðfemt sveitarfélaga og þéttbýliskjarnar eru þrír í sveitarfélaginu; Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Auk þess eru sveitirnar Reykjahverfi, Kelduhverfi, Núpasveit og Öxarfjörður. Íbúar eru um 3.200 talsins.

Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um starfið.  

Umsóknarfrestur er til og með 16. mars 2023

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.  

Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is og Telma Eiðsdóttir; telma@mognum.is.