Fara í efni

Norðurþing hlýtur Jafnlaunavottun

Norðurþing hlaut á dögunum formlega jafnlaunavottun, en það er vottun þess að Norðurþing starfrækir launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Formlegum úttektum lauk þann 12. febrúar sl. og var það vottunarstofan iCert sem framkvæmdi úttektina. Í úttektarskýrslu kemur fram að vottunin er veitt án frávika og/eða athugasemda.  

Jafnlaunakerfi Norðurþings nær til allra starfsmanna Norðurþings en kerfið er samansafn af ferlum, launaviðmiðum, skjölun, verklagi og fleiru til að tryggja að málsmeðferð og ákvarðanataka í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Norðurþing leggur áherslu á að fylgja ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og vísast í því sambandi til jafnréttisstefnu, launastefnu og jafnlaunastefnu sveitarfélagsins á vef þess.

Sjá hér: https://www.nordurthing.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/stefnur-og-markmid