Fara í efni

Umsóknir í Uppbyggingarsjóð vegna styrkveitinga ársins 2021 - umsóknarfrestur til 4.nóvember.

Nú viljum við hjá SSNE minna á að fresturinn til að sækja um styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra rennur út í næstu viku.  Yfirferð umsókna sem eru í vinnslu (umsóknarferli hafið, ekki lokið) sýnir ágæta breidd í umfangi og dreifingu verkefna á landshlutann allan en við viljum samt hvetja ykkur til að ýta vel í fólkið í ykkar sveitum til að sækja um, og sækja sér aðstoð til mín, Ara Páls og Vigdísar ef umsóknargerðin og ferlið er eitthvað að flækjast fyrir fólki. 
Það er akkur okkar allra að umsóknir berist af öllum starfsvæðum SSNE sem er forsendan fyrir jafnari dreifingu á fjárveitingum á opinberu fé til atvinnuþróunar, nýsköpunar, menningarstarfsemi og unhverfismála á Norðurlandi eystra.
 
Þessi póstur er sendur til allra kjörinna fulltrúa og framkvæmdarstjóra sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (yfir 150 aðilar) sem samtaka geta haft mikil áhrif á umsóknir frá sínum sveitarfélögum.   Þetta getið þið gert með samtölum á förnum vegi, auglýsingum á ykkar miðlum og almennri hvatningu til ykkar athafnafólks.  Í lok úthlutunarferilsins munum við deila með ykkur greiningum á fjölda umsókna, dreifingu umsókna eftir landsvæðum ásamt ýmsum lykiltölum um veitta styrki þegar sú niðurstaða liggur fyrir í byrjun árs 2021. 
 
Hægt er að ná í okkur hér:
Ari Páll Pálsson                              aripall@ssne.is                sími 464-5412 
Rebekka K. Garðarsdóttir            rebekka@ssne.is             sími 464-5405 
Vigdís Rún Jónsdóttir                   vigdis@ssne.is                 sími 464-5404 
 
Með kærri kveðju,
Rebekka
 
OPIÐ FYRIR STYRKUMSÓKNIR ÚR UPPBYGGINGARSJÓÐI NORÐURLANDS EYSTRA TIL HÁDEGIS 4. NÓVEMBER 2020
Frekari upplýsingar um sjóðinn er að finna hér og hér er hægt að panta viðtalstíma við ráðgjafa SSNE.