Fara í efni

Óskað er eftir starfsfólki í íþróttahöll Húsavíkur

Norðurþing auglýsir eftir starfsfólki í íþróttahöll Húsavíkur. Um er að ræða allt að 70% stöðu í vaktavinnu.

Helstu verkefni:
  • Almenn húsvarsla
  • Gæsla í klefa (kvennaklefa)
  • Dagleg þrif
  • Viðhald
Viðkomandi þarf að hafa:
  • náð 18 ára aldri
  • áhuga á því að vinna með börnum
  • ríka þjónustulund
  • frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
  • sjálfstæð vinnubrögð
  • hreint sakavottorð

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Frekari upplýsingar veitir Sólveig Ása Arnarsdóttir,
verkefnastjóri á íþrótta- og tómstundasviði Norðurþings í síma 464-6100 – solveigasa@nordurthing.is
Umsóknarfrestur er til 18. júní 2023