Ráðið hefur verið í starf forstöðumanns félagsstarfs aldraða

Sigurður Páll Tryggvason
Sigurður Páll Tryggvason

Sigurður Páll Tryggvason hefur verið ráðinn í 50% starf forstöðumanns félagsstarfs eldri borgara í Norðurþing og hefur hann þegar hafið störf. 

Sigurður er menntaður búfræðingur og heilsunuddari. Hann hefur starfað árum saman með skjólstæðingum á sambýlum og í liðveislu og einnig hefur hann starfað við búrekstur.

Við hjá Norðurþingi viljum bjóða Sigurð velkominn til starfa og óskum honum velferðar í starfi.