Fara í efni

Reykjavíkurdætur á Bókasafninu á Húsavík

Sunnudaginn 12. mars kl. 13:00 – 15:00 verða þær Ragga Holm og Steinunn úr Reykjavíkurdætrum á Bókasafninu á Húsavík þar sem þær ætla að kenna börnum að rappa! Námskeiðið er fyrir börn í 4-8 bekk og er nauðsynlegt að skrá sig hér. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en bókasafnið er hluti af verkefninu Vettvangur samsköpunar sem er samstarfsverkefni bókasafna um allt land og styrkir heimsókn Reykjavíkurdætra á bókasafnið.

Bókasafnið á Húsavík hefur síðan í september staðið fyrir líflegum laugardögum með hinum ýmsu viðburðum og er þetta námskeið hluti af því verkefni og einn liður í glæsilegri dagskrá marsmánaðar á safninu.

Hlökkum til að rappa með ykkur á Bókasafninu á Húsavík!